Brotaskömmtun skotleiðninnar í einvíðum rafeinda og holukerfum
Fractional quantization of the ballistic conductance in electron and hole systems

E.B. Magnusson Raunvísindastofnun Háskólans, Háskóli Íslands, Dunhagi 3, IS-107, Reykjavik, Iceland    I. A. Shelykh Raunvísindastofnun Háskólans, Háskóli Íslands, Dunhagi 3, IS-107, Reykjavik, Iceland International Institute of Physics, Av. Odilon Gomes de Lima, 1772, Capim Macio, 59078-400, Natal, Brazil
(16. mars 2024)
Útdráttur

Í grein þessari verður skömmtun skotleiðninnar í einvíðum kerfum útskýrð og farið yfir nýjustu og helstu fræðilíkön á sviði ,,0,7 fráviksins “ og tengdra fyrirbrigða í einvíðum rafeinda og holukerfum. Við kynnum hugmynd okkar um að brotaskömmtun skotleiðninnar leiði af Heisenberg skiptaverkun milli staðbundins rafbera í skammtapunktsnertunni og frjálsra leiðnirafbera og sýnum fram á að hegðun leiðninnar er eigindlega ólík milli rafeinda og holukerfa.

In the present article we give a brief overview of the theories of the 0.7 anomaly of the ballistic conductance. The special attantion is given to the concept of a fractional quantization of the ballistic conductance arising from exchange interaction of the Heisenberg type between the carrier localized in the region of the quantum point contact and freely propagating carriers in electron and hole systems.

I Inngangur

Miðsæ eðlisfræði er með þeim sviðum þétteðlisfræðinnar sem eru í hvað skjótastri þróun. Þökk sé framförum í örtækni varð fyrir um tveimur áratugum hægt að búa til í rannsóknastofum nokkuð sem nálgast að vera einvíðar rásir. Í slíkum rásum er hreyfing rafberans heft í tveimur víddum en óheft í þeirri þriðju. Rafflutningurinn getur verið ýmist sveimkenndur eða skotkenndur, eftir því hvert hlutfallið er milli lengd rásar og meðalferðavegalengd milli ófjaðrandi árekstra. Í skotkenndum flutningi verða allir ófjaðrandi árekstrar og varmatapið sem þeim fylgja, í tvívíðu stórsæju tengjum rásarinnar en ekki rásinni sjálfri. Í þessari nálgun er leiðnin í hlutfalli við leiðniskammtinn G0=2e2/hsubscript𝐺02superscript𝑒2G_{0}=2e^{2}/h Landauer ; Buttiker .

G=2e2hN,𝐺2superscript𝑒2𝑁G=2\frac{e^{2}}{h}N, (1)

þar sem N𝑁N er fjöldi opinna leiðniástanda. Honum er hægt að breyta með því að stilla hliðspennuna Vgsubscript𝑉𝑔V_{g} og skoða þannig þrepahegðun skotleiðninnar Wees ; Wharam .

I.1 Skotleiðniskömmtunin

Til að útskýra nánar skömmtun skotleiðninnar skulum við reikna lauslega leiðnina fyrir kerfið á mynd 1. Straumur um skammtapunktsnertu eða vír af lengd L𝐿L og með einn opinn orkuborða ν𝜈\nu (sjá mynd 2) nálægt Fermiorkunni má skrifa sem DattaAtT

Refer to caption
Mynd 1: Skammtapunktsnerta með tvívíðum stórsæjum tengjum. Hliðið býr til lítið svæði sem verður nánast einvítt eða nógu mjótt til að aðgreina orkuborðana.
Refer to caption
Mynd 2: Útskýringamynd fyrir orkuborða í nærri einvíðu kerfi. Hægri: Einungis einn borði til staðar. Vinstri: Margir borðar tilkomnir vegna endanlegrar breiddar vírs.
I𝐼\displaystyle I =eLvx(kx)>0vx(kx)=eLvx(kx)>01Eν(kx)kxabsent𝑒𝐿subscriptsubscript𝑣𝑥subscript𝑘𝑥0subscript𝑣𝑥subscript𝑘𝑥𝑒𝐿subscriptsubscript𝑣𝑥subscript𝑘𝑥01Planck-constant-over-2-pisubscript𝐸𝜈subscript𝑘𝑥subscript𝑘𝑥\displaystyle=\frac{-e}{L}\sum_{v_{x}(k_{x})>0}v_{x}(k_{x})=\frac{-e}{L}\sum_{v_{x}(k_{x})>0}\frac{1}{\hbar}\frac{\partial E_{\nu}(k_{x})}{\partial k_{x}} (2)
=edkx2π1Eν(kx)kx=ehdEνabsent𝑒dsubscript𝑘𝑥2𝜋1Planck-constant-over-2-pisubscript𝐸𝜈subscript𝑘𝑥subscript𝑘𝑥𝑒dsubscript𝐸𝜈\displaystyle=-e\int\frac{\text{d}k_{x}}{2\pi}\frac{1}{\hbar}\frac{\partial E_{\nu}(k_{x})}{\partial k_{x}}=\frac{-e}{h}\int\text{d}E_{\nu}

þar sem summað er yfir setin ástönd með jákvæðan grúppuhraða sem ekki styttast út af setnu ástandi með jafnstóran neikvæðan hraða. Ef engin spennumunur er milli enda sýnisins flæðir enginn straumur, því ástönd með neikvæðan hraða eru jafnt setin og ástöndin með jákvæðan hraða. Ef hins vegar spennumunurinn V𝑉V er til staðar, þá verða ástöndin ójafnt setin á orkubilinu EF±eV/2=μ1,μ2plus-or-minussubscript𝐸𝐹𝑒𝑉2subscript𝜇1subscript𝜇2E_{F}\pm eV/2=\mu_{1},\mu_{2}. Ef við hugsum okkur þá að á þessu bili séu einungis ástöndin með jákvæðan hraða setin, þá fæst að straumurinn er

I=eh(μ1μ2)=e2hV𝐼𝑒subscript𝜇1subscript𝜇2superscript𝑒2𝑉I=\frac{-e}{h}(\mu_{1}-\mu_{2})=\frac{e^{2}}{h}V (3)

þ.a. leiðnin er

G=I/V=e2h𝐺𝐼𝑉superscript𝑒2G=I/V=\frac{e^{2}}{h} (4)

Ef fleiri en einn orkuborði er til umráða eiga sömu útreikningar við þá alla, og við leggjum saman niðurstöðurnar frá hverjum. Sér í lagi er í mörgum efnum án utanaðkomandi segulsviðs spunamargfeldni, þ.e. tveir eins borðar eru til staðar, einn fyrir hvorn spunann. Þar af leiðir skilgreiningin á leiðniskammtinum, en hann á við leiðni gegnum eitt opið ástand með spunamargfeldni:

G0=2e2hsubscript𝐺02superscript𝑒2G_{0}=\frac{2e^{2}}{h} (5)

Ef hliðspennan er smám saman aukin þannig að farið er frá því að enginn orkuborði taki þátt í leiðninni, yfir í einn, þá tvo og koll af kolli, fæst þrepamynd eins og sést á mynd 3.

Refer to caption
Mynd 3: Leiðniþrepamunstur sem fæst með því að auka smám saman hliðspennuna þannig að fleiri og fleiri orkuborðar taki þátt í leiðninni.

I.2 ,,0,7 frávikið“

Hins vegar er hægt að sjá frávik frá (1) í mælingum á skotleiðni ef rafeindaþéttleikinn er lítill og einungis eitt leiðniástand er opið. Nánar tiltekið birtist oft dularfullt aukaþrep í leiðninni í kringum G0.7G0𝐺0.7subscript𝐺0G\approx 0.7G_{0} Pepper07 ; Pepper07-1 ; Pepper07-2 . Þetta má sjá á grafi á mynd 4.

Refer to caption
Mynd 4: Hegðun skotleiðninnar í skammtapuntksnertu sem fall af hliðspennunni Vgsubscript𝑉𝑔V_{g} fyrir B=0𝐵0B=0 T og nokkur mismunandi hitastig. Niðurstöður teknar úr Pepper07 .

Þótt þessu fráviki svipi formlega til brota-skammtahrifa Halls FQHE , þá eru eðlisfræðileg upptök ,,0.7 fráviksins“ að sjálfsögðu mjög frábrugðin. Tvær staðreyndir úr tilraunum benda til þess að þetta sé tengt spuna á einhvern hátt. Í fyrsta lagi kom í ljós að við það að minnka rafeindaþéttleikann eykst rafeinda g-stuðullinn svo um munar Pepper07 . Í öðru lagi færist aukaþrepið samfellt frá 0.7G00.7subscript𝐺00.7G_{0} til 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} ef beitt er segulsviði á sýnið og það aukið smám saman (sjá mynd 5). Leiðniþrepið við G=0.5G0𝐺0.5subscript𝐺0G=0.5G_{0} í sterku segulsviði er vel skilið út frá Zeeman hrifum.

Refer to caption
Mynd 5: Hegðun skotleiðninnar í skammtapuntksnertu sem fall af hliðspennunni Vgsubscript𝑉𝑔V_{g} fyrir T=0.60𝑇0.60T=0.60 mK og mismunandi segulsviðsstyrk B𝐵B. Niðurstöður teknar úr Pepper07 .

Nýlegri tilraunaniðurstöður sýna að brotaskömmtun skotleiðninnar er ekki endilega altæk. Svo virðist sem að í löngum skammtavírum birtist aukaþrepið nær 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} en 0.7G00.7subscript𝐺00.7G_{0} Reilly . Einnig er líklegt að munur sé á sýnum með rafeindaleiðni og þeim með holuleiðni. Í seinna tilvikinu eru tilraunaniðurstöður ansi óræðar. Fyrstu niðurstöður fyrir holukerfi bentu til þess að hegðunin sé breytileg milli sýna og sé mjög háð orkubilinu milli léttra og þungra hola BagraevSemiconductors . Aðrir hópar sögðust sjá aukaþrepið á sama stað og fyrir rafeindakerfi Rokhinson ; Hamilton . Staðan er því langt frá því að vera augljós.

Í þessari yfirferð fjöllum við um fræðina bakvið fjölda fyrirbrigða ,,0.7 frávikinu“ , sér í lagi í einvíðum kerfum með annað hvort n- eða p-leiðni. Í kafla II verður farið yfir fjölda fræðilíkana. Í þriðja kafla kynnum við hugmynd okkar að skýringu á brotaskömmtun skotleiðninnar sem byggir á Heisenberg skiptaverkun milli staðbundinna og frjálsra rafeinda. Í kafla IV er tekið fyrir tilfellið með holuleiðni og sýnt að hún getur verið ansi frábrugðin rafeindaleiðni. Í niðurlagi verða dregnar saman megin niðurstöðurnar.

II Fræðiyfirsýn

Frá því ,,0.7-frávikið“ sást fyrst í tilraunum hefur það reynst eðlisfræðingum á sviði fræðilegrar þéttefniseðlisfræði mjög erfitt að útskýra. Tillögur hafa verið allt frá Wigner-grindar myndun citekey-1 og skortur á Fermi-vökva hegðun í einvíðum rafgösum key-2 , að rafeinda-hljóðeinda víxlverkun key-3 . Hver þessara ústkýringa hefur náð að útskýra einhverja hlið á fyrirbrigðinu en enn þá vantar kenningu sem er sjálfri sér samkvæm í að útskýra allar hliðar fyrirbrigðisins.

Í þessum kafla förum við yfir þær hugmyndir sem okkur virðast skynsamlegastar og tengjast hugmynd okkar um að brotaskömmtunin leiði af skiptaverkum milli staðbundins spuna og leiðnirafbera key-4 .

Við byrjum á fenómenólógísku líkani sem útskýrir aukaþrepið með myndun bils milli spuna-orkuborðanna í skammtapunktinum. Hugmyndin, sem upprunnin er hjá Bruus et al. key-34 , virtist snemma mjög lofandi og var hægt að leiða út einfalda lokaða framsetningu á leiðninni sem fall af efnamættinu og hitastigi. Líkanið hjá Reilly et al. key-10 ; key-11 ; key-25 er flóknasta útgáfan af hugmyndinni. Reilly gerir ráð fyrir að spunabilið sé ekki fasti, heldur sé línulega háð hliðspennunni Vgsubscript𝑉𝑔V_{g}. Líkanið tekur inn tvær stýribreytur. Annars vegar er það rýmd punktsnertunnar, sem stýrir því hvernig Fermi orka einvíða rafgassins breytist með Vgsubscript𝑉𝑔V_{g}, og hins vegar er það fastinn γ=dΔE/dVg𝛾𝑑Δsubscript𝐸absent𝑑subscript𝑉𝑔\gamma=d\Delta E_{\uparrow\downarrow}/dV_{g}, þ.e. hversu hratt spunabilið breikkar sem fall af Vgsubscript𝑉𝑔V_{g}. Mismunandi gildi stýribreytanna geta sýnt fram á nokkur stig 0.7-frábrigðisins. Við lágt hitastig gefur líkanið aukaþrep við 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} sem er tengt við fullkomlega spunaskautaða leiðni. Hið venjulega leiðnigildi G0subscript𝐺0G_{0} fæst þegar hliðarspennan er stillt þannig að efri spuna-orkuborðinn nær niður fyrir Fermi-orku tvívíða rafgassins. Ef hitastigið er hækkað eykst gildi aukaþrepsins vegna örvaða rafeinda frá spuna-orkuborðanum sem tekur ekki þátt í leiðninni, en straumurinn helst nánast stöðugur á tilteknu bili Vgsubscript𝑉𝑔V_{g} vegna þess að borðabilið eykst jafnt og þétt. Þegar borðabilið ΔEΔsubscript𝐸absent\Delta E_{\uparrow\downarrow} er miklu minna en varmaörvunin kBTsubscript𝑘𝐵𝑇k_{B}T myndast hið umtalaða aukaþrep.

Einn höfunda komst að svipaðri niðurstöðu með fenómenólógísku líkani af skammtavír með hálfskautuðu rafgasi. Ástandssætnin var nálguð með þrepafallinu n(q,T)=[1+f(T,ε(q)μ+ΔE)]f(T,ε(q)μ)𝑛𝑞𝑇delimited-[]1𝑓𝑇𝜀𝑞𝜇Δsubscript𝐸absent𝑓𝑇𝜀𝑞𝜇n(q,T)=[1+f(T,\varepsilon(q)-\mu+\Delta E_{\uparrow\downarrow})]f(T,\varepsilon(q)-\mu) þar sem f𝑓f er Fermi fallið og efnamættið μ𝜇\mu ræðst af rafberaþéttleikanum n1Dsubscript𝑛1𝐷n_{1D}. Ef gert er ráð fyrir að á ákveðnu bili n1Dsubscript𝑛1𝐷n_{1D}μ(n1D)ΔE(n1D)=χ=𝜇subscript𝑛1𝐷Δsubscript𝐸absentsubscript𝑛1𝐷𝜒absent\mu(n_{1D})-\Delta E_{\uparrow\downarrow}(n_{1D})=-\chi=fasti, og ef skoðað er frekar lágt hitastig, þá fæst aukaþrep í leiðninni við:

G=e2h{1+1exp(ξ/kT)+1}.𝐺superscript𝑒211𝜉𝑘𝑇1G=\frac{e^{2}}{h}\left\{1+\frac{1}{\exp\left(\xi/kT\right)+1}\right\}. (6)

Ef hitastig er aukið færist þrepið frá (1/2)G012subscript𝐺0(1/2)G_{0} í (3/4)G034subscript𝐺0(3/4)G_{0}, sem svarar nokkurn veginn til 0.7 eiginleikans.

Uppruna spunabilsins má rekja til sjálfkrafa spunaskautun vegna skiptaverkunar í tilfelli lítils rafberaþéttleika. Hægt er að útskýra hrifin á eftirfarandi hátt. Línulegur þéttleiki hreyfiorkunnar í einvíða rafgasinu er í réttu hlutfalli við þriðja veldi línulegs þéttleika eindanna, n1D3superscriptsubscript𝑛1𝐷3n_{1D}^{3}:

εkin1D=π22n1D36mgs2,superscriptsubscript𝜀𝑘𝑖𝑛1𝐷superscript𝜋2superscriptPlanck-constant-over-2-pi2superscriptsubscript𝑛1𝐷36𝑚superscriptsubscript𝑔𝑠2\varepsilon_{kin}^{1D}=\frac{\pi^{2}\hbar^{2}n_{1D}^{3}}{6mg_{s}^{2}}, (7)

þar sem gssubscript𝑔𝑠g_{s} er spunamargfaldarinn, þ.e. fjöldi rafeinda á einingarrúmmál í fasarúminu. Orkuþéttleikinn er auðvitað í lágmarki fyrir óskautað rafgas með gs=2subscript𝑔𝑠2g_{s}=2. Hins vegar er hægt að áætla fyrir skiptaverkunarorkuna að ϵskn1D2/gssubscriptitalic-ϵ𝑠𝑘superscriptsubscript𝑛1𝐷2subscript𝑔𝑠\epsilon_{sk}\thicksim-n_{1D}^{2}/g_{s} og lækkar því við aukna skautun rafgassins. Samspil þessara liða veldur sjálfkrafa skautun við lítinn þéttleika þegar annað veldið sigrar þriðja, en rafgasið verður óskautað í hinu tilfellinu, mikinn þéttleika. Þetta svarar til hins þekkta samseglandi óstöðugleika Stoners, sem var nýlega sýndur í tilraunum með tvívíð kerfi key-35 .

Með Hartree-Fock nálgun er hægt að áætla skiptaverkunarorkuþéttleikann sem key-13

ϵexc=12LEK,EK<EFKL|V|LKsubscriptitalic-ϵ𝑒𝑥𝑐12𝐿subscriptsubscript𝐸𝐾subscript𝐸𝐾subscript𝐸𝐹quantum-operator-product𝐾𝐿𝑉𝐿𝐾\displaystyle\epsilon_{exc}=-\frac{1}{2L}\sum_{E_{K},E_{K}<E_{F}}\left\langle KL\right|V\left|LK\right\rangle
0.28e2gsn1D2+e24gsn1D2ln(n1DRπgs),absent0.28superscript𝑒2subscript𝑔𝑠superscriptsubscript𝑛1𝐷2superscript𝑒24subscript𝑔𝑠superscriptsubscript𝑛1𝐷2subscript𝑛1𝐷𝑅𝜋subscript𝑔𝑠\displaystyle\,\,\,\,\,\,\,\,\,\,\,\approx\frac{0.28e^{2}}{g_{s}}n_{1D}^{2}+\frac{e^{2}}{4g_{s}}n_{1D}^{2}\ln\left(\frac{n_{1D}R}{\pi g_{s}}\right), (8)

þar sem R𝑅R og L𝐿L eru radíus vírsins og lengd hans. Ásamt jöfnu (7) er þá hægt að áætla spunabilið sem

ΔE2n1De2[0.150.25ln(n1DRπ)]π22n1D22m.Δsubscript𝐸absent2subscript𝑛1𝐷superscript𝑒2delimited-[]0.150.25subscript𝑛1𝐷𝑅𝜋superscript𝜋2superscriptPlanck-constant-over-2-pi2superscriptsubscript𝑛1𝐷22𝑚\Delta E_{\uparrow\downarrow}\approx 2n_{1D}e^{2}\left[0.15-0.25\ln\left(\frac{n_{1D}R}{\pi}\right)\right]-\frac{\pi^{2}\hbar^{2}n_{1D}^{2}}{2m}. (9)

Línulega þéttleikann má áætla sem fall af hliðspennunni og rýmdinni c𝑐c á milli punktsnertunnar og einvíðu rafskautanna, n1D=cVsg/esubscript𝑛1𝐷𝑐subscript𝑉𝑠𝑔𝑒n_{1D}=cV_{sg}/e. Fyrri liðurinn í (9) lýsir samfelldri opnun bilsins þegar við erum með lítinn þéttleika og skiptaverkunin er ráðandi. Hann er innifalinn í líkani Reilly og þar með er hægt að meta fenómenólógísku breytuna hans γ𝛾\gamma. Hins vegar tekur hann ekki með seinni liðinn þar sem hreyfiorkan veldur samfalli bilsins.

Wang og Berggren skoðuðu einnig spunabil vegna skiptaverkunar í óendanlegum hálf-einvíðum vírum með því að nota tölulega DFT (e. density functional theory) key-27 . Þeir fengu svipaða niðurstöðu og að ofan, þ.e. stórt orkuborðabil og fullkomna skautun við lítinn þéttleika. Einnig var lögð áhersla á að þessi hrif má bæla að hluta til með því að taka inn í myndina fylgni áhrif (það sama á við Hartree-Fock aðferðina að ofan).

Öll þessi fenómenólógísku líkön hafa tvo galla. Í fyrsta lagi spá þau fyrir um það að gildi aukaþrepsins sé ekki altækt og geti verið einhvers staðar á bilinu 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} til G0subscript𝐺0G_{0} eftir því hvernig stýribreytur eru valdar. Í öðru lagi lækkar gildi aukaþrepsins með lækkandi hitastigi og nær 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} þegar T0𝑇0T\rightarrow 0, en það brýtur í bága við tilraunaniðurstöður.

Til að reyna að fanga hitastigstengslin sem sjást í tilraunum, komu Yigal Meir og samstarfsmenn með tillögu sem byggir á fjöleinda Kondo fræði key-8 . Þessi hugmynd fær stuðning frá því að hópur frá Harvard benti á ákveðin atriði sem eru svipuð með Kondo-leiðninni í skammtapunktum og leiðninni í punktsnertum nálægt 0.7-frábrigðinu key-16 , nefnilega:

i) Hvass leiðnitoppur myndast við Fermi orkuna við lágt hitastig (núll-spennu frábrigði)

ii) Leiðnina er altækt hægt að stilla með einni skölunarbreytu fyrir breitt svið hliðarspennu og skölunarbreytuna má kalla Kondo hitastig kerfisins, TKsubscript𝑇𝐾T_{K},

G=2e2/h[1/2f(T/TK)+1/2].𝐺2superscript𝑒2delimited-[]12𝑓𝑇subscript𝑇𝐾12G=2e^{2}/h\left[1/2f\left(T/T_{K}\right)+1/2\right]. (10)

Altæka fallið f(T/TK)𝑓𝑇subscript𝑇𝐾f(T/T_{K}) er hið sama fyrir skammtapunkta nálægt Kondo hrifum og er í rauninni eini munurinn á kerfunum margfaldararnir (1/2) í (10). Við höfum hliðarskilyrðin f(0)=1𝑓01f(0)=1 og f()=0𝑓0f(\infty)=0.

iii) Núll-spennu toppurinn verður fyrir Zeeman hrifum í sterku segulsviði.

Atriði ii), sem gefur altækt leiðnigildi við hátt hitastig, 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0}, veitti Yigal Meir og samstarfsmönnum innblástur til að lýsa skammtapunktsnertu nálægt 0.7 frábrigðinu með eftirfarandi Hamiltonvirkja:

H𝐻\displaystyle H =kσL,Rϵkckσckσ+σϵdσdσdσ+Undndabsentsubscript𝑘𝜎𝐿𝑅subscriptitalic-ϵ𝑘superscriptsubscript𝑐𝑘𝜎subscript𝑐𝑘𝜎subscript𝜎subscriptitalic-ϵ𝑑𝜎superscriptsubscript𝑑𝜎subscript𝑑𝜎𝑈subscript𝑛𝑑absentsubscript𝑛𝑑absent\displaystyle=\sum_{k\sigma\in L,R}\epsilon_{k}c_{k\sigma}^{\dagger}c_{k\sigma}+\sum_{\sigma}\epsilon_{d\sigma}d_{\sigma}^{\dagger}d_{\sigma}+Un_{d\uparrow}n_{d\downarrow}
+kσ[vk(1)(1ndσ¯)ckσdσ+Vk(2)ndσ¯ckσdσ+h.c.]\displaystyle+\sum_{k\sigma}\left[v_{k}^{(1)}\left(1-n_{d\overline{\sigma}}\right)c_{k\sigma}^{\dagger}d_{\sigma}+V_{k}^{(2)}n_{d\overline{\sigma}}c_{k\sigma}^{\dagger}d_{\sigma}+h.c.\right] (11)

þar sem ckσsubscript𝑐𝑘𝜎c_{k\sigma} er eyðingarvirki rafeindar í skauti með spuna σ𝜎\sigma og dσsubscript𝑑𝜎d_{\sigma} eyðingarvirki rafeindar sem er staðbundin í punktsnertunni. Litið var á tengifastana Vk(2)superscriptsubscript𝑉𝑘2V_{k}^{(2)}, Vk(1)superscriptsubscript𝑉𝑘1V_{k}^{(1)} sem orku-óháð þrepaföll til að lýsa hleðslusveiflunum 01010\leftrightarrow 1 og 12121\leftrightarrow 2 í punksnertunni. Munurinn á þessum virkja og upphaflega Anderson Hamiltonvirkjanum er sá að Vk(2)<Vk(1)superscriptsubscript𝑉𝑘2superscriptsubscript𝑉𝑘1V_{k}^{(2)}<V_{k}^{(1)} sem tengist því að ef punktsnertan er með staka rafeind þá minnkar samtvinnun punktsnertunnar og skautanna vegna Coulomb fráhrindikraftanna, ef miðað er við tóma punktsnertu. Bent var á að við hátt hitastig ætti þessi Hamiltonvirki að gefa leiðnina G=0.5G0𝐺0.5subscript𝐺0G=0.5G_{0} vegna 01010\leftrightarrow 1 sveiflna, en lækkun hitastigs leiðir til Kondo-hækkun leiðninnar vegna 12121\leftrightarrow 2 sveiflna þar til venjulega gildið 2e2/h2superscript𝑒22e^{2}/h fæst við T=0𝑇0T=0.

Til að fá ákveðna innsýn var Schrieffer-Wolff umbreytingu beitt á Hamilton-virkjann key-18 til að varpa honum á Kondo-virkja þar sem skiptatengslin JKsubscript𝐽𝐾J_{K} eru háð föstunum Vk(1,2)superscriptsubscript𝑉𝑘12V_{k}^{(1,2)}. Þarnæst var farið í truflanareikninga út frá skiptatengslunum til að fá út núll-spennu frábrigðið. Hins vegar fæst með þessari aðferð ekki hið rétta standard gildi G0subscript𝐺0G_{0} skotleiðninnar þegar skautspennan Vds0subscript𝑉𝑑𝑠0V_{ds}\rightarrow 0. Við teljum að hægt sé að skoða þetta tilvik betur með Kubo línulegri fræði þar sem tengifastarnir eru teknir með í reikninginn á nákvæman hátt. Önnur veik hlið ofangreindrar aðferðar er sú að hæð aukaþrepsins er ekki altæk og fer mjög mikið eftir stýribreytum líkansins og hitastigi. Líkanið nær ekki að útskýra af hverju mjög stuttar punktsnertur eru með aukaþrepið mjög stöðugt í hæðinni 0.7G00.7subscript𝐺00.7G_{0} en ekki t.d. 0.85G00.85subscript𝐺00.85G_{0}.

Einnig skal benda á það að nýlegar tilraunaniðurstöður virðast fara þvert á niðurstöður úr Kondo líkani. Graham og samhöfundar hans segjast í nýlegri grein key-19 ekki sjá núll-spennu frábrigðið, í það minnsta í sumum tilraunauppsetningum. Önnur tilraun með skammtapunktum sýnir frábrigðið mjög stöðugt allt niður í mjög lágt hitastig key-33 , á meðan líkanið að ofan spáir því að það hverfi. Hlutverk Kondo fylgni í 0.7 frábriðginu er því enn mjög óljóst.

Útskýring á því að leiðnin er mjög stöðug kringum 0.7G00.7subscript𝐺00.7G_{0} fæst í líkönum sem byggja á samspili einstigs og þrístigs leiðnirása fyrir rafeindapör. Fyrsta líkanið af þessu tagi kom frá Flambaum og Kuchiev Flambaum , en þeir skoðuðu flutning bundinna rafeindapara um skammtapunktsnertur. Ef skiptaverkun gefur einstiginu og þrístiginu mismunandi orkur verður virka mættið sem rafeindapör sjá við að fara gegnum punktsnertuna spunaháð. Sé orka þrístigsins lægri þá er fyrir ákveðið bil á Vgsubscript𝑉𝑔V_{g} opið fyrir flutning þrístigs para en lokað fyrir einstig. Án segulsviðs eru líkurnar á myndun þrístigs 3/4343/4 en einstigs 1/4141/4, þannig að leiðnin ætti þá að vera (3/4)G034subscript𝐺0(3/4)G_{0}. Sömuleiðis ætti að fást leiðnin (1/4)G014subscript𝐺0(1/4)G_{0} ef orka einstigsins er lægri. Ef leyfð er myndun bundinna ástanda með fleiri en tveimur rafeindum fást fleiri aukaþrep.

Veiki hlekkurinn í líkani Flambaum og Kuchiev er ímyndað aðdráttarafl milli rafeinda til að þær myndi pör. Þótt ekki sé hægt að hafna því fyrirfram að slíkt aðdráttarafl sé til staðar þá er uppruni þess ekki ljós og þess vegna er þessi hugmynd frekar varasöm. Hins vegar er til útgáfa af líkaninu sem byggir á samspili einstigs og þrístigs tvístrunar rása en gerir ekki ráð fyrir neinu aðdráttarafli. Hugmyndin var sett fram af Rejec et al. key-5 ; key-6 ; key-7 og gerir ráð fyrir að bundið ástand einnar rafeindar myndist í punktsnertunni Bird , og rafeindin víxlverki við leiðnirafeindir með Heisenberg skiptaverkun. Ef orka leiðnirafeindanna er nógu lítil verður alltaf rafeind eftir bundin að tvístruninni lokinni key-14 ; key-15 og hægt er að reikna út flutningslíkurnar með Landauer-Buttiker jöfnunni fyrir alkul:

GT=0(EF)=2e2h[14Ts(EF)+34Tt(EF)],subscript𝐺𝑇0subscript𝐸𝐹2superscript𝑒2delimited-[]14subscriptTssubscriptEF34subscriptTtsubscriptEFG_{T=0}(E_{F})=\frac{2e^{2}}{h}\left[\frac{1}{4}\mathrm{T_{s}\left(E_{F}\right)}+\frac{3}{4}\mathrm{T_{t}\left(E_{F}\right)}\right], (12)

þar em Tssubscript𝑇𝑠T_{s} og Ttsubscript𝑇𝑡T_{t} eru flutningsfastarnir fyrir einstig og þrístig og stuðlarnir 1/4141/4 og 3/4343/4 standa fyrir líkurnar á stigunum. Við hitastig T0𝑇0T\neq 0 er hægt að útfæra fyrri niðurstöðu:

G(T,μ)=0GT=0(E)(f(T,E,μ)E)𝑑E.𝐺𝑇𝜇superscriptsubscript0subscript𝐺𝑇0𝐸𝑓𝑇𝐸𝜇𝐸differential-d𝐸G\left(T,\mu\right)=\int_{0}^{\infty}G_{T=0}\left(E\right)\left(-\frac{\partial f\left(T,E,\mu\right)}{\partial E}\right)dE. (13)

Rejec et al. key-7 héldu því fram að virka mættið sem leiðnirafeindir sjá sé tveir þröskuldar með lágmark í miðju bungunnar. Á milli þeirra myndast hermuástönd sem svara til einstigs og þrístigs og orkumunurinn stafar af skiptaverkuninni. Hermandi smug gegnum þessi ástönd svara undir ákveðnum aðstæðum til tveggja leiðnihásléttna með G(1/4)G0𝐺14subscript𝐺0G\thicksim(1/4)G_{0} og G(3/4)G0𝐺34subscript𝐺0G\thicksim(3/4)G_{0}. Hins vegar, ef ferkantaðir mættisþröskuldar eru notaðir sést einungis ein slétta, sem fer eftir formerki skiptaverkunarstuðulsins Flambaum ; ShelykhJPCM .

Fjölrafeinda fylgnin, sem svipar til Kondo fræða key-21 , valda hitastigsháðri endurnormun skiptaverkunarstuðulsins. Samkvæmt skölunaraðferð Andersons Anderson fæst að fyrir andseglandi víxlverkun vex stuðullin mjög við lágt hitastig og myndast því Kondo ský umhverfis staðbundna spunann. Fyrir samseglandi víxlverkun stefnir stuðullinn hins vegar á núll þegar hitastigið gerir það og því hverfur munurinn á einstigi og þrístigi og þar með 0.7 frábrigðið við lág hitastig ShelykhJPCM .

Mikið hefur verið rannsakað fræðilega hvort mögulegt sé að í skammtapunktsnertu myndist bundið ástand staks spuna. Niðurstöður úr tölulegri DFT styðja tilgátuna um að annað hvort myndist skautað svæði í punktsnertunni vegna víxverkunar milli rafeinda key-9 ; key-36 ; key-37 ; key-38 eða þriggja rafeinda andseglandi spunagrind key-8 ; key-20 sem virkar þá eins og spuni 1/2121/2. Fyrra tilvikið getur gegnt hlutverki virkrar spunasíu.

Taka skal fram að til eru tilraunaniðurstöður sem styðja einstigs og þrístigs rásaleiðnina sem lýst er hér og eru úr mælingum á straumsuði í skammtavírum og skammtapunktum key-29 ; key-30 . Sér í lagi eru mælingar á Fano stuðlinum, sem sýna frávik frá Poisson dreifðu suði, í samræmi við hlutfallið 3:1 sem þrístigs-einstigs líkindahlutfallið key-32 .

Við teljum að þessar niðurstöður geri okkur kleift að líta svo á að 0.7 fyrirbrigðið stafi af skiptaverkun milli leiðnirafbera og staðbundins spuna J𝐽J í punktsnertunni. Frumvinnu Rejec et al um staka bundna rafeind með J=1/2𝐽12J=1/2 má útfæra í tilfellið með N𝑁N staðbundnar rafeindir eða holur. Í því tilfelli verður hæð aukaþrepsins almennt brot margfaldað við G0subscript𝐺0G_{0} en ekki endilega (3/4)G034subscript𝐺0(3/4)G_{0} eins og í Flambaum ; key-6 . Þetta var hvatinn að kenningu okkar varðandi brotaskömmtun skotleiðninnar sem við munum rekja í eftirfarandi köflum.

III Brotaskömmtun skotleiðninnar í einvíðum rafeindakerfum

Í þessum kafla kynnum við hugmynd okkar um brotaskömmtun skotleiðninnar í einvíðum rafeindakerfum og gefum alhæfingu á líkani Rejec et al fyrir tilfelli þar sem spuni J>1/2𝐽12J>1/2 er staðbundinn í skammtapunktsnertunni key-4 . Raunveruleg framkvæmd slíks tilfellis gæti verið t.d. punktnerta með innfelldri Mn2+ jón með spuna J=5/2𝐽52J=5/2. Önnur leið væri punktsnerta með nokkrum staðbundnum rafeindum og við setjum kerfið í ástand þar sem sjálfkrafa skautun á sér stað. Seinna tilfellið á líklega við löngu skammtavírana sem gerðar voru tilraunir á í verki Reilly et al Reilly . Eins og þegar hefur verið tekið fram myndast þá aukaþrepið kringum G0.5G0similar-to-or-equals𝐺0.5subscript𝐺0G\simeq 0.5G_{0} en ekki G0.7G0similar-to-or-equals𝐺0.7subscript𝐺0G\simeq 0.7G_{0}.

Lítum fyrst á þetta á eigindlegan hátt. Með segulspuna J0𝐽0J\neq 0 hefur bundna ástandið áhrif á leiðnirafberana með Heisenberg skiptaverkun. Leiðnistuðullinn um punktsnertuna virðist því vera spunaháður. Eftir að að leiðnirafeind smýgur inn í punktsnertuna getur heildarspuninn verið annað hvort S1=J+1/2subscript𝑆1𝐽12S_{1}=J+1/2 eða S2=J1/2subscript𝑆2𝐽12S_{2}=J-1/2. Fjöldi mögulegra uppraðana í hvoru tilfelli er N1=2S1+1=2J+2subscript𝑁12subscript𝑆112𝐽2N_{1}=2S_{1}+1=2J+2 og N2=2S2+1=2Jsubscript𝑁22subscript𝑆212𝐽N_{2}=2S_{2}+1=2J. Fyrir samseglandi víxlverkun er ástand 1 orkulægra en ástand 2 og því virki mættisþröskuldurinn sem myndast í punktsnertunni hærri fyrir ástand 2. Þar af leiðandi gerist það ef efnamættið er nógu lítið, að flutningsrafeind í ástandi 1 fer greiðlega gegnum punktsnertuna en rafeind í ástandi 2 tvístrast tilbaka. Þar af leiðandi taka einungis rafeindir í ástandi 1 þátt í leiðninni. Án segulsviðs eru líkurnar á ástandi 1 (J+1)/(2J+1)𝐽12𝐽1(J+1)/(2J+1) þannig að leiðnin verður

Gf=J+12J+1G0.subscript𝐺𝑓𝐽12𝐽1subscript𝐺0G_{f}=\frac{J+1}{2J+1}G_{0}. (14)

Til samanburðar fæst ef víxlverkunin er andseglandi að ástand 2 er orkulægra og leiðnin verður

Ga=J2J+1G0.subscript𝐺𝑎𝐽2𝐽1subscript𝐺0G_{a}=\frac{J}{2J+1}G_{0}. (15)

Tafla 1 gefur samantekt af mögulegum leiðnigildum fyrir mismunandi J𝐽J. Fyrir samseglandi víxlverkun, sem er raunhæfasta tilfellið í tilraunum, sést að gildi aukaþrepsins lækkar með fjölda bundinna rafeinda og nær gildinu 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} þegar J𝐽J\rightarrow\infty. Fjöldi óparaðra rafeinda fer væntanlega eftir lengd punktsnertunnar þannig að fyrir stutta punktsnertu má vænta leiðni kringum 0.7G00.7subscript𝐺00.7G_{0} á meðan í löngum vírum verður hún 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0}. Þetta kemur algjörlega heim og saman við niðurstöður tilrauna Reilly et al Reilly ; key-10 ; key-11 . Ef kveikt er á segulsviði skautast bæði leiðni- og bundnar rafeindir þannig að leiðnin verður 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0} fyrir öll J𝐽J eins og sést í tilraunum.

Tafla 1: Möguleg leiðnigildi fyrir mismunandi J𝐽J.
Gildi á J𝐽J Gssubscript𝐺𝑠G_{s}, samseglandi Gasubscript𝐺𝑎G_{a}, andseglandi
J=1/2𝐽12J=1/2 Gf=3/4G0subscript𝐺𝑓34subscript𝐺0G_{f}=3/4G_{0} Ga=1/2G0subscript𝐺𝑎12subscript𝐺0G_{a}=1/2G_{0}
J=1𝐽1J=1 Gf=2/3G0subscript𝐺𝑓23subscript𝐺0G_{f}=2/3G_{0} Ga=1/3G0subscript𝐺𝑎13subscript𝐺0G_{a}=1/3G_{0}
J=3/2𝐽32J=3/2 Gf=5/8G0subscript𝐺𝑓58subscript𝐺0G_{f}=5/8G_{0} Ga=3/8G0subscript𝐺𝑎38subscript𝐺0G_{a}=3/8G_{0}
J=2𝐽2J=2 Gf=3/5G0subscript𝐺𝑓35subscript𝐺0G_{f}=3/5G_{0} Ga=2/5G0subscript𝐺𝑎25subscript𝐺0G_{a}=2/5G_{0}
J=5/2𝐽52J=5/2 Gf=7/12G0subscript𝐺𝑓712subscript𝐺0G_{f}=7/12G_{0} Ga=5/12G0subscript𝐺𝑎512subscript𝐺0G_{a}=5/12G_{0}
J=𝐽J=\infty Gf=1/2G0subscript𝐺𝑓12subscript𝐺0G_{f}=1/2G_{0} Ga=1/2G0subscript𝐺𝑎12subscript𝐺0G_{a}=1/2G_{0}

Taka skal fram að gagnstætt við key-7 þá er í okkar líkani ekki hægt að sjá tvö þrep samtímis (t.d. 0.75G00.75subscript𝐺00.75G_{0} og 0.25G00.25subscript𝐺00.25G_{0}). Munurinn felst í hvers konar virkt mætti rafeindirnar rekast á í punktsnertunni. Hjá okkur er einungis einn þröskuldur með spuna-háða hæð, en hjá key-7 eru tveir þröskuldar með hermu-ástönd á milli sem svara til einstigs og þrístigs sem eru klofin vegna skiptaverkunar.

Nánari útreikningar á leiðninni byggja á að reikna út vísa fyrir mismunandi flutningsferli gegnum punktsnertuna, þ.e. flutning án spunaskipta og flutning þar sem spunaskammtur flyst á milli leiðnirafeindar og staðbundinnar. Þessir vísar eru háðir hliðspennunni og leiðnin er svo í réttu hlutfalli við summu annara velda allra vísanna. Farið er nákvæmlega í þessa útreikninga í english en við sýnum hér einungis niðurstöðurnar.

Mynd 6 sýnir hvernig leiðni skammtapunktsnertunnar breytist með efnamættinu fyrir mismunandi gildi á staðbundna spunanum J𝐽J. Greinilegt er að fyrir J>1/2𝐽12J>1/2 fást aukaþrep í skotleiðninni með gildi frábrugðin 0.75G00.75subscript𝐺00.75G_{0} en það kemur heim og saman við jöfnur (14) og (15).

Svipað og var sagt um staka staðbundna rafeind í kafla 2 ætti fjöl-rafeinda fylgni að valda hitastigsháðri endurnormun stuðulsins Vsksubscript𝑉𝑠𝑘V_{sk} og eyðingu aukaþrepsins við lág hitastig.

Refer to caption
Mynd 6: Hegðun leiðninnar í skammtapunktsnertunni sem fall af efnamættinu fyrir mismunandi gildi á staðbundna spunanum J𝐽J. Stýribreyturnar í útreikningunum voru eftirfarandi: virkur massi rafbera mv=0.06mesubscript𝑚𝑣0.06subscript𝑚𝑒m_{v}=0.06m_{e}, hitastigið T=4𝑇4T=4 K, lengd snertunnar L=L0J𝐿subscript𝐿0𝐽L=L_{0}J með L0=50subscript𝐿050L_{0}=50 nm, Vb=1subscript𝑉𝑏1V_{b}=1 meV, |Vsk|=0.48subscript𝑉𝑠𝑘0.48|V_{sk}|=0.48 meV fyrir (a) samseglandi og (b) andseglandi víxlverkun.

IV Brotaskömmtun skotleiðninnar í einvíðum holukerfum

Eins og þegar hefur komið fram getur brotaskömmtun skotleiðninnar verið eigindlega mismunandi eftir því hvort rafberarnir í kerfinu eru rafeindir eða holur. Ástæðan er mismunandi spunagerð rafeinda og hola í hálfleiðurum eins og Si, Ge og GaAs. Gildisborðar þessara hálfleiðara samanstanda af borða þungra hola með spuna JJzþh=±3/2𝐽superscriptsubscript𝐽𝑧italic-þplus-or-minus32JJ_{z}^{\th h}=\pm 3/2, og borða léttra hola með spuna JJzlh=±1/2𝐽superscriptsubscript𝐽𝑧𝑙plus-or-minus12JJ_{z}^{lh}=\pm 1/2 SplitOFF . Sökum skömmtunarhrifa myndast orkubil ΔΔ\Delta milli þessara borða í einni og tveimur víddum. Stærð ΔΔ\Delta fer eftir breidd skammtavírsins, muninum á virkum massa léttu og þungu holanna, mlhsubscript𝑚𝑙m_{lh} og mþhsubscript𝑚italic-þm_{\th h}, og álagi.

Spunaháða tvístrun staðbundinna og leiðni hola má skoða á svipaðan hátt og rafeindirnar í fyrri kafla. Við athugum flutning frjálsra hola gegnum virkan mættisþröskuld tilkominn vegna spunaháðrar víxlverkunar, Vb+VskJlJstsubscript𝑉𝑏subscript𝑉𝑠𝑘subscriptJ𝑙subscriptJ𝑠𝑡V_{b}+V_{sk}\textbf{J}_{l}\cdot\textbf{J}_{st} þar sem við gerum ráð fyrir að hola sé staðbundin í punktsnertunni. Hér á l𝑙l við leiðniholur, st𝑠𝑡st við staðbundnar, Vb>0subscript𝑉𝑏0V_{b}>0 er bein Coulomb víxlverkun og Vsksubscript𝑉𝑠𝑘V_{sk} er skiptaverkunarstuðullinn.

Við skulum fyrst reyna að skilja eigindlega hvernig munurinn á spunagerð rafeinda og hola endurspeglast í munstrinu á brotaskömmtun skotleiðninnar. Hægt er að endurskrifa spunaháða hluta virka Hamiltonvirkjans fyrir holur sem VskJlJst=Vsk(JT2Jl2Jst2)/2=Vex[JT(JT+1)3(3/2+1)]/2subscript𝑉𝑠𝑘subscriptJ𝑙subscriptJ𝑠𝑡subscript𝑉𝑠𝑘superscriptsubscriptJ𝑇2superscriptsubscriptJ𝑙2superscriptsubscriptJ𝑠𝑡22subscript𝑉𝑒𝑥delimited-[]subscript𝐽𝑇subscript𝐽𝑇133212V_{sk}\textbf{J}_{l}\cdot\textbf{J}_{st}=V_{sk}(\textbf{J}_{T}^{2}-\textbf{J}_{l}^{2}-\textbf{J}_{st}^{2})/2=V_{ex}[J_{T}(J_{T}+1)-3(3/2+1)]/2. Þar af leiðandi fást fyrir mögulegu algildi heildarspuna holuparsins, JT=3,2,1,0subscript𝐽𝑇3210J_{T}=3,2,1,0, eftirfarandi gildi á hæð mættisþröskuldsins: Vb+(9/4)Vsksubscript𝑉𝑏94subscript𝑉𝑠𝑘V_{b}+(9/4)V_{sk}, Vb(3/4)Vsksubscript𝑉𝑏34subscript𝑉𝑠𝑘V_{b}-(3/4)V_{sk}, Vb(11/4)Vsksubscript𝑉𝑏114subscript𝑉𝑠𝑘V_{b}-(11/4)V_{sk}, Vb(15/4)Vsksubscript𝑉𝑏154subscript𝑉𝑠𝑘V_{b}-(15/4)V_{sk}. Fyrir andseglandi víxlverkun er þröskuldurinn lægstur ef hæsta mögulega spuna er náð, en í samseglandi tilvikinu er það öfugt. Ef við höfum óskautað upphafsástand (B=0𝐵0B=0) eru líkurnar á að fá heildarspuna JT=3,2,1,0subscript𝐽𝑇3210J_{T}=3,2,1,0 eftirfarandi: 7/167167/16, 5/165165/16, 3/163163/16 og 1/161161/16. Þar af leiðandi, ef við skoðum ímyndaða tilvikið að Δ=0Δ0\Delta=0 note má gera ráð fyrir að við fáum leiðniþrep nálægt gildunum (7/16)G0716subscript𝐺0(7/16)G_{0}, (12/16)G01216subscript𝐺0(12/16)G_{0} og (15/16)G01516subscript𝐺0(15/16)G_{0} (ef leiðnin í þessu kerfi er núna skömmtuð með G0=4e2/hsubscript𝐺04superscript𝑒2G_{0}=4e^{2}/h þar sem tveir borðar taka þátt í leiðninni). Í andseglandi tilvikinu fást í staðinn gildin e2/4hsuperscript𝑒24e^{2}/4h, e2/hsuperscript𝑒2e^{2}/h og 9e2/4h9superscript𝑒249e^{2}/4h.

Niðurstöðurnar geta verið annars eðlis ef bilið milli þungra og léttra hola er ekki mjög lítið. Til dæmis ef ΔΔ\Delta\rightarrow\infty, þá er einungis þungu holu borðinn í boði fyrir bæði staðbundnar og leiðniholur. Leiðnin í kerfi án víxlverkunar skammtast því í einingunni G0=2e2/hsubscript𝐺02superscript𝑒2G_{0}=2e^{2}/h eins og fyrir rafeindir. Spunar pöruðu holanna geta verið annað hvort samsíða eða andsamsíða með jafn háum líkum. Vegna þess hve léttu holu borðinn er fjarlægur í orku eru spunasveiflur ekki leyfðar SpinFlipHoles og þess má vænta að sjá einungis eitt aukaþrep með G=e2/h𝐺superscript𝑒2G=e^{2}/h. Þetta er því mjög frábrugðið því þegar um rafeindir er að ræða, en þá eru spunasveiflur leyfðar og þar af leiðandi fæst aukaþrep með G=3e2/h𝐺3superscript𝑒2G=3e^{2}/h Flambaum ; key-5 ; key-7 .

Í rauninni er ΔΔ\Delta einhver endanleg stærð og verður málið því flóknara en hér að ofan. Gera þarf nákvæmari greiningu á líkaninu í þessu tilviki en hana má sjá í english . Hér rekjum við einungis niðurstöðurnar.

Myndir (7) sýna leiðni í GaAs skammtapunktsnertu fyrir mismunandi orkubil ΔΔ\Delta. Sé ΔΔ\Delta tiltölulega lítið fást þrepin sem búist var við nálægt 7e2/4h7superscript𝑒247e^{2}/4h, 3e2/h3superscript𝑒23e^{2}/h og 15e2/4h15superscript𝑒2415e^{2}/4h í samseglandi tilvikinu en nálægt e2/4hsuperscript𝑒24e^{2}/4h, e2/hsuperscript𝑒2e^{2}/h og 9e2/4h9superscript𝑒249e^{2}/4h ef víxlverkunin er andseglandi. Þar að auki er eitt þrep í e2/hsuperscript𝑒2e^{2}/h í samseglandi tilvikinu. Taka skal fram að skömmtun skotleiðninnar í Si og Ge kerfum með holuleiðni er væntanlega svipuð og í GaAs sökum svipaðrar spunagerðar. Hins vegar getur útlitið verið annað í IV-VI hálfleiðurum eins og PbTe, PbSe og PbS þar sem rafeinda-holu samhverfa ríkir.

Refer to caption
Mynd 7: (a) Þrepin í leiðnitröppuni sem fall af efnamætti leiðnihola í GaAs skammtapunktsnertu fyrir samseglandi víxlverkun. Ferlarnir svara til þriggja gilda á ΔΔ\Delta, Δ(meV)=0,0.45,10Δ𝑚𝑒𝑉00.4510\Delta(meV)=0,0.45,10. Stuðlarnir fyrir beina Coulomb víxlverkun og skiptaverkun voru áætlaðir sem Vb1meVsimilar-to-or-equalssubscript𝑉𝑏1𝑚𝑒𝑉V_{b}\simeq 1meV og Vsk0.5meVsimilar-to-or-equalssubscript𝑉𝑠𝑘0.5𝑚𝑒𝑉V_{sk}\simeq-0.5meV. Lóðréttu gráu línurnar svara til hæðar virka mættisþröskuldsins, Vb3Vsk/4subscript𝑉𝑏3subscript𝑉𝑠𝑘4V_{b}-3V_{sk}/4, Vb11Vsk/4subscript𝑉𝑏11subscript𝑉𝑠𝑘4V_{b}-11V_{sk}/4 and Vb15Vsk/4subscript𝑉𝑏15subscript𝑉𝑠𝑘4V_{b}-15V_{sk}/4 á meðan láréttu línurnar svara til gildanna 7e2/4h7superscript𝑒247e^{2}/4h, 3e2/h3superscript𝑒23e^{2}/h og 15e2/4h15superscript𝑒2415e^{2}/4h. Litla myndin sýnir borðagerð einvíðu holanna. (b) Sama en fyrir andseglandi víxlverkun, Vsk0.5meVsimilar-to-or-equalssubscript𝑉𝑠𝑘0.5𝑚𝑒𝑉V_{sk}\simeq 0.5meV og Vb2meVsimilar-to-or-equalssubscript𝑉𝑏2𝑚𝑒𝑉V_{b}\simeq 2meV. Láréttu línurnar svara til gildanna e2/4hsuperscript𝑒24e^{2}/4h, e2/hsuperscript𝑒2e^{2}/h and 9e2/4h9superscript𝑒249e^{2}/4h.

V Niðurlag

Sýnt var fram á að ef stakur spuni J𝐽J er staðbundinn í skammtapunktsnertunni má sjá brotaskömmtun skotleiðninnar. Fyrir sýni með rafeindaleiðni valda stakar staðbundnar rafeindir með spuna J=1/2𝐽12J=1/2 stöku aukaþrepi með leiðni G=0.75G0𝐺0.75subscript𝐺0G=0.75G_{0}. Aukning á J𝐽J sem fylgir lengingu á punksnertunni veldur því að aukaþrepið lækkar niður í 0.5G00.5subscript𝐺00.5G_{0}. Í sýnum með holuleiðni er staðan töluvert flóknari sökum flókinnar spunagerðar efna eins og Si, Ge, og GaAs. Eitt eða fleiri brotaskömmtunarþrep myndast eftir þvi hver orkumunurinn er á þungum og léttum holum.

VI Þakkir

Höfundar þakka prófessor N. T. Bagraev fyrir hjálpsemi hans og samræður. Þakkir eru veittar fyrir stuðning Vísinda- og tækniráðuneytis Brasilíu, IBEM, Brasilíu, og FP7 IRSES verkefnisins ,,SPINMET“ .

Heimildir

  • (1) R. Landauer, IBM J. Res. Dev. 1, 233 (1957).
  • (2) M. Buttiker, Phys. Rev. Lett. 57, 1761(1986).
  • (3) B.J. van Wees, H. van Houten, C.W.J. Beenakker, J.G. Williamson, L.P. Kouwenhoven, D. van der Marel, C.T. Foxon, Phys. Rev. Lett. 60, 848 (1988).
  • (4) D.A. Wharam, T.J. Thornton, R. Newbury, M. Pepper, H. Ahmed, J.E.F. Frost, D.G. Hasko, D.C. Peacok, D.A. Ritchie, G.A.C. Jones, et al., J. Phys. C 21, L209 (1988).
  • (5) K.J. Thomas, J.T. Nicholls, M.Y. Simmons, M. Pepper, D.R. Mace, D.A. Ritchie, Phys. Rev. Lett. 77, 135 (1996).
  • (6) K.J. Thomas, J.T. Nicholls, N.J. Appleyard, M.Y. Simmons, M. Pepper, D.R. Mace, W.R. Tribe, D.A.Ritchie., Phys. Rev. B 58, 4846 (1998).
  • (7) K.J. Thomas, J.T. Nicholls, M. Pepper, W.R. Tribe, M.Y. Simmons, D.A. Ritchie. Phys. Rev. B 61, R13365 (2000).
  • (8) H.L. Stormer, A.Chang, D.C. Tsui, H.C.M. Hvang, A.C. Gossard, W. Wiegman, Phys. Rev. Lett. 50, 1953 (1983)
  • (9) D. J. Reilly, G. R. Facer, A. S. Dzurak, B. E. Kane, R. G. Clark, P. J. Stiles, A. R. Hamilton, J. L. O’brien, N. E. Lumpkin, L. N. Pfeiffer, and K. W. West, Phys. Rev. B 63, R121311 (2001)
  • (10) N.T. Bagraev , A.D. Bouravleuv, L.E. Klyachkin, A.M. Malyarenko, W.Gehlhoff, V.K.Ivanov and I.A. Shelykh, Semiconductors 36, 439 (2002)
  • (11) L.P. Rokhinson, L.N Pfeiffer, K.W. West, Phys. Rev.Lett. 96, 156602 (2006).
  • (12) O. Klochan, W. R. Clarke, R. Danneau, A. P. Micolich, L. H. Ho, A. R. Hamilton, K. Muraki, and Y. Hirayama, Appl. Phys. Lett. 89, 092105 (2006).
  • (13) K. A. Matveev, Phys. Rev. Lett. 92, 106801 (2004).
  • (14) L. Bartosch, M. Kollar, and P. Kopietz, Phys. Rev. B, 67, 092403 (2003).
  • (15) G. Seelig and K. A. Mateev, Phys. Rev. Lett. 90, 176804 (2003)
  • (16) I. I.A. Shelykh, N.G. Galkin and N.T. Bagraev, Phys. Rev. B 74, 085322 (2006).
  • (17) H. Bruus, V.V. Cheianov, and K. Flensberg, Physica E 10, 97 (2001).
  • (18) D. J. Reilly, T. M. Buehler, J. L. O’Brien, A. R. Hamilton, A. S. Dzurak, R. G. Clark, B. E. Kane, L. N. Pfeiffer, and K. W. West, Phys. Rev. Lett. 89, 246801 (2002)
  • (19) D. J. Reilly, Phys. Rev. B 72, 033309 (2005).
  • (20) D. J. Reilly, Proc. 2nd Quantum Transport Nano-Hana International Workshop IAP Conf. Series 5 pp.7-11 (2004).
  • (21) I.A. Shelykh, N.T. Bagraev, V.K. Ivanov, and L. E. Klyachkin, Semiconductors 36, 65 (2002).
  • (22) A. Ghosh, C. J. Ford, M. Pepper, H. E. Beere, and D. A. Ritchie, Phys. Rev. Lett. 92, 116601 (2004).
  • (23) N.T. Bagraev, I. A. Shelykh, V. K. Ivanov, and L. E. Klyachkin, Phys. Rev. B 70, 155315 (2004).
  • (24) Chuan-Kui Wang and K.F. Berggren, Phys. Rev. B 54, 14257 (1996)
  • (25) Y. Meir, K. Hirose and N. S. Wingreen, Phys. Rev.Lett. 89, 196802 (2002).
  • (26) S. M. Cronenwett, H. J. Lynch, D. Goldhaber-Gordon, L. P. Kouwenhoven, C. M. Marcus, K. Hirose, N. S. Wingreen, and V. Umansky, Phys. Rev. Lett. 88, 226805 (2002).
  • (27) D. Goldhaber-Gordon, J. Gores, M. A. Kastner, Hadas Shtrikman, D. Mahalu, and U. Meirav, Phys. Rev. Lett. 81, 5225 (1998).
  • (28) D. Goldhaber-Gordon, Hadas Shtrikman, D. Mahalu, David Abusch-Magder, U. Meirav, and M. A. Kastner, Nature (London) 391, 156 (1998).
  • (29) J. R. Shrieffer and P. A. Wolff, Phys. Rev. 149, 491 (1966)
  • (30) A.C. Graham and M. Pepper, Phys. Rev. B, 75, 035331 (2007)
  • (31) Yunchul Chung, Sanghyun Jo, Dong-In Chang, Hu-Jong Lee, M. Zaffalon, V. Umansky, and M. Heiblum, Phys. Rev. B, 76, 035316 (2007).
  • (32) V.V. Flambaum and M.Yu. Kuchiev, Phys. Rev. B 61 R7869 (2000)
  • (33) T. Rejec and A. Ramsak, Phys. Rev. B 62, 12985 (2000).
  • (34) T. Rejec, A. Ramsak, and J. H. Jefferson, J. Phys.: Condens. Matter 12, 233 (2000).
  • (35) T. Rejec, A. Ramsak, and J. H. Jefferson, Phys. Rev. B, 67 075311 (2003).
  • (36) Möguleiki á staðbundnum rafberum í skammtapunktsnertum var nýlega rannsakaður í tilraun eftir Y. Yoon, L. Mourokh, T. Morimoto, N. Aoki, Y. Ochiai, J. L. Reno, and J. P. Bird, Phys. Rev. Lett. 99, 136805 (2007)
  • (37) J. R. Oppenheimer, Phys. Rev. 32, 361 (1928)
  • (38) N. F. Mott, Proc. R. Soc. London Ser. A 126, 259 (1930)
  • (39) I.A. Shelykh, M.A. Kulov, N.G. Galkin and N.T. Bagraev,  J.Phys.:Cond.Matt. 19, 246207 (2007).
  • (40) J. Kondo, Prog. Theor. Phys. 32, 37 (1964).
  • (41) P.W. Anderson, J. Phys. C 3, 2436 (1970).
  • (42) Peter Jaksch, Irina Yamikenko, and Karl-Fredrik Berggren, Phys. Rev. B 74, 235320 (2006).
  • (43) A.A. Starikov, I.I. Yakimenko, K.F. Berggren, Phys. Rev. B 67, 235319 (2003).
  • (44) K. Hirose, Y. Meir, N. S. Wingreen, Phys. Rev. Lett. 90, 026804 (2003).
  • (45) S. Ihnatenska, I.V. Zozulenko, Phys. Rev. B 76, 045338 (2007).
  • (46) T. Rejec and Y. Meir, Nature, 442, 900 (2006)
  • (47) W.D. Oliver, Ph. D. thesis, Stanford University, 2003; N. Y. Kim, W. D. Oliver, and Y. Yamamoto, arXiv:0311435
  • (48) P. Roche, J. Segala, and D. C. Glattli, Phys. Rev. Lett. 93, 116602 (2004).
  • (49) A. Ramsak and J. H. Jefferson, Phys. Rev. B, 71, 161311 (2005)
  • (50) Við skeytum ekki um þriðja orkuborðann sem er langt frá hinum tveimur vegna skiptaverkunar fyrir k=0𝑘0k=0.
  • (51) Ath. að annað ástand þungu holanna 2hh er venjulega mjög nálægt fyrsta ástandi léttu holanna 1lh og þarf því að taka það með í reikninginn. Hins vegar veldur álag oft til lækkunar á 1lh og því hægt að búa til kerfi þar sem 1lh er nær 1hh en 2hh. Sjá E.L. Ivchenko, G.E. Pikus, Superlattices and other heterostructures, ISBN 3-540-62030-3, Springer (2003).
  • (52) Spunaskipti af tegundinni+3/2,3/23/2,+3/2formulae-sequence32323232+3/2,-3/2\rightarrow-3/2,+3/2 hafa alltaf léttar holur sem milliástönd, +3/2,3/2+1/2,1/21/2,+1/23/2,+3/2formulae-sequence323212formulae-sequence1212123232+3/2,-3/2\rightarrow+1/2,-1/2\rightarrow-1/2,+1/2\rightarrow-3/2,+3/2 og falla því líkurnar niður í 0 fyrir stór orkubil ΔΔ\Delta.
  • (53) Í stórsæu GaAs er κ1.2similar-to𝜅1.2\kappa\sim-1.2. Skammtabrunnar með vídd af stærðargráðunni L30nmsimilar-to𝐿30𝑛𝑚L\sim 30nm hafa Luttinger stuðul κ0.3similar-to𝜅0.3\kappa\sim-0.3, sjá S. Glasberg et al., Phys. Rev. B, 60, R16295 (1999). Þar af leiðandi gerum við ráð fyrir að κ𝜅\kappa í skammtapunktsnertunni okkar sé þar á milli.
  • (54) M. Rosenau da Costa, I.A. Shelykh, and N.T. Bagraev, arXiv:0707.1684 (2007).
  • (55) I. A. Shelykh et al, J. Phys.: Condens. Matter 20 164214 (2008)
  • (56) S. Datta (2005), Quantum Transport: Atom to Transistor, London: Cambridge University Press